02.06.1932
Neðri deild: 90. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1411 í C-deild Alþingistíðinda. (11189)

289. mál, hafnarlög fyrir Reykjavíkurkaupstað

Haraldur Guðmundsson:

Mér er næst að halda, að hæstv. forseti hafi gert það að gamni sínu að taka þetta frv. á dagskrá, því að það er þegar búið að samþ. og gera að 1. aðalefni þessa frv. með samþykkt á brtt. við annað frv., sem fór í svipaða átt og þegar hefir öðlazt samþykki þingsins. Flm. þessa frv. er hinsvegar ekki viðstaddur, og með því að ég er ekki svo þingfróður, að ég viti dæmi um slíka afgreiðslu mála hér á þingi, vildi ég leyfa mér að beina því til hæstv. forseta, að hann taki málið af dagskrá nú.