03.03.1932
Efri deild: 19. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1439 í C-deild Alþingistíðinda. (11239)

37. mál, stjórnarskipunarlög

Jón Baldvinsson:

Ég vildi hér nú endurtaka fyrirspurn mína til Framsóknarflokksins, þá sem ég flutti hér í gær, hvort flokkurinn sæi sér ekki fært að verða við þeirri málaleitun minni að nefna aðeins tvo menn til í stjskrn., eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefir fallizt á fyrir sitt leyti, svo að Alþýðuflokknum gæfist þannig kostur á að eiga einn mann í n. Vænti ég þess, að ég fái svar við þessu áður en gengið verður til atkv.