06.04.1932
Efri deild: 44. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1628 í C-deild Alþingistíðinda. (11328)

95. mál, læknishérað í Ólafsfirði

Frsm. (Einar Árnason):

Við 1. umr. gerði ég nokkra grein fyrir ástæðunum fyrir því, að þetta frv. er flutt. Skal ég eigi endurtaka það.

Allshn. hefir nú haft málið til yfirvegunar og fallizt á að mæla með því, að það verði samþ. Hún vill þó gera þá breyt. á frv., að í það verði bætt nýrri grein, þar sem laun læknisins eru ákveðin, en það var ekki gert í frv.

Ég sé ekki ástæðu til að hafa þessi orð fleiri, þar sem málið liggur ljóst fyrir. Ég vil aðeins leyfa mér að óska þess fyrir hönd allshn., að frv. verði samþ. með þessari breytingu.