17.03.1932
Efri deild: 31. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1644 í C-deild Alþingistíðinda. (11365)

173. mál, ríkisborgararéttur

Flm. (Halldór Steinsson):

Frv. þetta fer fram á að veita Jakob Hansen bakara í Stykkishólmi íslenzkan ríkisborgararétt. Í grg. eru upplýsingar, sem venja er til að fylgi slíkum umsóknum, og tel ég enga ástæðu til að bæta neinu við þær. Það mun venja að vísa slíkum málum til nefndar, og legg ég því til, að því verði vísað til hv. allshn.