23.03.1932
Efri deild: 36. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1645 í C-deild Alþingistíðinda. (11370)

235. mál, sala Kollaleiru

Guðrún Lárusdóttir:

Mig langar aðeins til að spyrja hv. flm. að því, hvernig sé hagað með búskap þarna í Reyðarfirði, hvort það sé rétt, sem í grg. frv. stendur, að það sé aðeins 21 kýr í allri sveitinni, eða hvort hér er aðeins átt við kauptúnið á Búðareyri. (IP: Það er ekki átt við jarðirnar). Ja, þetta gat misskilizt í grg., en getur haft þýðingu fyrir málið. Ég ætlaði annars að segja það, að mér þætti komið annað búskaparlag þarna fyrir austan og búskapnum hafa hrakað síðan ég var þar, ef bændur á 10 jörðum hefðu ekki nema 21 kú.