16.03.1932
Efri deild: 30. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1412 í B-deild Alþingistíðinda. (1139)

25. mál, opinber greinargerð starfsmanna ríkisins

Frsm. (Pétur Magnússon):

Eins og hv. þdm. mun vera kunnugt, á embættis- og starfsmönnum ríkisins eftir þessu frv. að vera skylt, ef útvarpsráðið óskar þess, að flytja eitt eða tvö erindi um þá stofnun eða starfsgrein, er þeir veita forstöðu.

Allshn. Ed. hefir athugað frv. þetta og er sammála um, að rétt sé, að það nái fram að ganga. Taldi hún, að það gæti orðið til nokkurs fróðleiks fyrir almenning, að embættismenn gæfu slíka skýrslu, sem hér er farið fram á. Hinsvegar áleit n., að síðari málsgr. 1. gr. frv. væri óheppilega orðuð. N. áleit, að í orðunum: „Nú óskar aðili ekki að flytja erindið sjálfur“ eigi að felast það, að hann óski þess að vera laus við að flytja það, en ekki, að hann ætli því aðeins að flytja erindið, að hann óskaði þess. Þetta áleit n. óheppilegt orðalag og flytur því brtt. á þskj. 170, sem er ekki annað en lagfæring á orðalaginu. Svo er framhald þessarar málsgr. eins og hún er í frv. nú. Það mátti ef til vill leggja hann skilning í hana, að embættismenn mættu fela einhverjum starfsmanni útvarpsins að semja erindi um starfsgrein þá eða stofnun, sem um er að ræða, og flytja það svo. En n. áleit sjálfsagt, að þótt embættismaður óskaði eftir, t. d. vegna fjárlægðar, að vera laus við að flytja erindið sjálfur, þá ætti hann að semja það og senda það síðan útvarpsráðinu, sem felur svo einhverjum starfsmanna sinna að flytja erindið.

Að öðru leyti sá n. ekki ástæðu til að gera aths. við frv., og leggur hún því til, að það verði samþ. með þessari breyt.