17.03.1932
Neðri deild: 31. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2379 í B-deild Alþingistíðinda. (11426)

Afgreiðsla þingmála

Jónas Þorbergsson:

Ég vildi mega beina þeirri fyrirspurn til hæstv. forseta, hvenær hann ætli að beita ákvæðum þingskapanna gegn þeim, sem neita að greiða atkv. Það kemur fyrir dag eftir dag, að upp undir helmingur dm. neitar að greiða atkv. án þess að færa fram ástæður fyrir því. Og forseti hefir tekið því átölulaust. Ég vildi leyfa mér að spyrja hæstv. forseta um það, hvort það eigi að líðast, að hv. þm. akist undan þessari skyldu sinni án þess að færa fram ástæður fyrir því.