18.03.1932
Neðri deild: 32. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2382 í B-deild Alþingistíðinda. (11434)

Afgreiðsla þingmála

Forseti (JörB):

Út af því, sem hv. 4. þm. Reykv. sagði, vil ég taka það fram, að ég geri ráð fyrir, að frv. geti nú fljótlega komið á dagskrá. Annars mun það ekki vera af rótum n. runnið, að málið var tekið af dagskrá, heldur mun það hafa stafað af því, að einn eða fleiri af þeim mönnum, sem starfað hafa í skipulagsn., hafa óskað eftir að fá að bera sig saman við n. Ég skal athuga þetta og get lofað hv. þm. því, að málið komi fljótlega á dagskrá.

Á 37. fundi í Nd., 29. marz, áður en gengið væri til dagskrár, mælti