12.04.1932
Neðri deild: 49. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2386 í B-deild Alþingistíðinda. (11441)

Afgreiðsla þingmála

Sveinbjörn Högnason:

Ég vil taka undir það, að of seint gengur um meðferð hinna ýmsu mála í þinginu, og vil ég því algerlega mótmæla þeim vinnubrögðum, sem hér er farið að hafa, með því að beita málþófi til að tefja fyrir framgangi mála.

Hv. 3. þm. Reykv. álasaði n. fyrir það, að þær störfuðu ekkert. Út af þessu vil ég benda á það, að nú eru liðnir 10 dagar síðan allshn. síðast gat haldið fund, af því að þingfundir hafa undanfarið verið haldnir á fundartíma n., sem er frá 5–7. Hvað þau tvö mál snertir, sem hv. þm. gat um, að lægju hjá menntmn., skal ég geta þess, að n. hefir rætt þau og athugað, en niðurstaða hefir að vísu engin fengizt um þau enn, því að skoðanirnar eru mjög skiptar um þau.