22.04.1932
Neðri deild: 57. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2390 í B-deild Alþingistíðinda. (11449)

Afgreiðsla þingmála

Bjarni Ásgeirsson:

Út af þeirri áskorun, sem hæstv. forseti kom með til landbn., verð ég að skýra honum frá því, sem raunar er kunnugt, að flest þau mál, sem fyrir n. hafa komið, hafa verið afgr. frá henni, sum héðan frá d. og sum frá þinginu. hjá n. eru eftir eitthvað þrjú mál, sem enn eru óafgr., og eitt þeirra þriggja var afgr. á miðvikudaginn, og kemur áreiðanlega þskj. um það í dag eða á morgun. Eitt málið hefir n. orðið ásatt um að afgr. ekki á þessu þingi, það er frv. um nýbýli. Er þá einungis eitt mál óafgr., frv. til ábúðarl., sem hefir verið í undirn. úr báðum d. Þetta ráð var tekið til þess að tryggja frumv. greiðan gang í gegnum þingið.

Fyrst verið er að reka á eftir n., ætti frekar að reka á eftir einhverjum öðrum en landbn.