23.05.1932
Neðri deild: 81. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2393 í B-deild Alþingistíðinda. (11457)

Afgreiðsla þingmála

Jón Auðunn Jónsson:

Ég vil beina þeirri ósk til hv. allshn., að hún afgr. frv. það um breyt. á fátækralögum, sem kom frá Ed. Ég er hissa á því, að slíkt mál sem þetta skuli vera stöðvað í n. Ég get hugsað, að það muni valda, að sumir hv. þm. vilja ekki ganga inn á þá styttingu á sveitfestistímanum, sem þar á að gera, en því ákvæði mætti breyta. En það er alveg ótækt að gera enga leiðréttingu á hinu herfilega misrétti, sem er milli hreppa. Nú er það þannig, að í sumum hreppum þarf hvert mannsbarn að greiða sem svarar 38 kr. til fátækraframfærslu, svo að ekki er annað sýnt en að sumir hreppar leggist í auðn af þessum sökum. Ég vona því, að n, skili áliti sínu um þetta frv. nú þegar, ekki síðar en á morgun, því að hér er um svo mikið nauðsynjamál að ræða fyrir marga fátæka hreppa víðsvegar um land, að það er hvorki n.hv. þd. samboðið að hirða ekki um að afgr. það.