01.03.1932
Neðri deild: 17. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2398 í B-deild Alþingistíðinda. (11466)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

11466Héðinn Valdimarsson:

Ég vildi beina því til hæstv. stj., og þá til hæstv. fjmrh., úr því að hann er hér einn viðstaddur úr stj., hvort sú er ekki meining stj. að bera fram eitthvert frv. á þessu þingi vegna kreppunnar. Áður en þing kom saman mun það hafa verið talið sjálfsagt af öllum, að þau mál, sem þetta þing einkum léti til sín taka, væru kjördæmamálið og kreppan. Er nú að koma skriður á hið fyrra, að því leyti sem meiri hl. kjördæman. hefir borið fram stjórnarskrarbreytingafrv. sitt, og er þá að vænta, að till. minni hl. n. komi senn í dagsins ljós. En ekki bolar enn á neinum till. um ráðstafanir vegna kreppunnar, og hlýtur þó það að verða aðaláhyggjuefni þingsins, hvernig eigi að styðja landsmenn í kreppunni, sem hvílir jafnt á öllum, ríkissjóði og bæjum jafnt sem einstaklingum. Ef stj. ætlar ekki að bera fram neinar till. um ráðstafanir vegna kreppunnar, sem henni þó tvímælalaust ber skylda til, og ætti enda að sjá sinn eiginn hag í að gera, verður a. m. k. að krefjast þess, að hún segi til þess í tíma, svo að þm. gefist svigrúm til að koma fram till. í þessu efni, en um það fer nú hver að verða seinastur úr þessu, þar sem þm. er ekki heimilt að bera fram frv. án afbrigða frá þingsköpum nema í 11/2 viku enn.