10.05.1932
Efri deild: 71. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2411 í B-deild Alþingistíðinda. (11484)

Áskoranir í kjördæmamálinu

forseti (GÓ:

Ég hefi tekið eftir því um þessar áskoranir til Alþingis út af kjördæmamálinu, sem berast nú að frá ýmsum stöðum úti um land, að ekki er gott að henda reiður á um áreiðanleik þeirra, því að fyrir sumum þessara áskorana stendur ekki annað en símskeyti með einu eða tveimur nöfnum, þó að sagt sé, að jafnvel 400–500 kjósendur standi á bak við áskorunina. Þótti mér rétt, að þetta kæmi hér fram.

Á 72. fundi í Ed., næsta dag, áður en gengið væri til dagskrár, mælti