04.06.1932
Sameinað þing: 12. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2451 í B-deild Alþingistíðinda. (11525)

Stjórnarskipti

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Ég skal játa, að ég er ekki nægilega kunnugur starfsemi viðtækjaverzlunarinnar, af því að htiún hefir ekki heyrt undir mína deild í stjórnarráðinu. Hvað sem vera kann um einstök tilfelli, þá ætla ég, að almennt séu tækin ekki dýrari en þau hafa verið áður. Hv. 1. landskjörinn sagði, að það væri engin furða, þó þau væru dýr með slíkri heildsöluálagningu. Ég hefi hinsvegar haldið það, að vegna sérstöðu verzlunarinnar um að geta takmarkað smásöluálagninguna og standa straum af kostnaði, sem leiðir af því, að verzlunin verður að liggja með miklar birgðir, og að mikið gengur úr sér af tækjum, sem ekki seljast, þá sé verzlunin neydd til að hafa töluverða álagningu, og er slíkt ekkert einsdæmi fyrir einkasölu, heldur myndi gegna sama máli í frjálsri samkeppni. Heildsöluálagning er allt annað en heildsölugróði. Enn má geta þess, að verzlunin hefir ekki leyfi til að selja tækin undir því verði, sem framleiðendur ákveða, því að þeir ráða smásöluverði tækja sinna í öllum löndum. Þau bönd hvíla jafnt á, þótt frjáls verzlun væri. Það er auðvitað rétt, að útvarpið gæti fengið auknar tekjur af auknum fjölda útvarpsnotenda, en ef ágóðun af einkasölunni er 90 þús. kr. árlega, þá þyrftu um 3000 gjaldendur að bætast við til að vega á móti þeim tekjumissi, er hlytist af niðurlagning viðtækjaverzlunarinnar.

Ég hafði ekki búizt við því,, að hv. 1. landsk. myndi gefa kost á sér til þess að starfa í ríkisgjaldan. milli þinga, né þeir hv. þm. aðrir, sem skipaðir voru í n. hér í þinginu. En hinn möguleikinn væri þó fyrir hendi, að flokkarnir hefðu mannaskipti í n., en um slíkt er vitaskuld ekki að tala úr þessu. Um slíkar n. almennt er það annars að segja, að það er algengt erlendis, að þær séu skipaðar; t. d. hefir nýlega verið skipuð n. sérfræðinga í Svíþjóð til þess að vera stj. til aðstoðar. um samning fjárlagafrv., og í Englandi hefir slík n. verið skipuð fyrir 9 mánuðum.