04.06.1932
Efri deild: 94. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2457 í B-deild Alþingistíðinda. (11540)

Kosningar

Jón Jónsson:

Ég held það geti varla orkað tvímælis, að Jónas Jónsson er rétt kosinn milliþingaforseti. Það er að vísu tekið fram í lögum um þingsköp, að þegar tveir þm. fái jöfn atkv. við forsetakosningu, þá eigi að endurtaka kosninguna, en síðan eigi hlutkesti að fara fram milli þeirra, ef þeir fá aftur jöfn atkv., en hér er ekki um það að ræða, því að hér hefir ekki nema einn hv. þm. fengið atkv., en hinir seðlarnir eru auðir og það liggur í augum uppi, að ekki er þá hægt að varpa hlutkesti um kosninguna og verður því að úrskurða þann kosinn, er atkvæðin hefir fengið. Ég skil því ekki, að hæstv. forseti þurfi að hiksta á því að fella slíkan úrskurð.