04.06.1932
Efri deild: 94. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2458 í B-deild Alþingistíðinda. (11541)

Kosningar

Jakob Möller:

Ég vil endurtaka það, sem ég sagði í fyrri ræðu minni, er ég vitnaði til 44. gr. þingskapanna, þar sem svo er mælt fyrir, að meira en helmingur fundarmanna þurfi að greiða ályktun atkvæði til þess að hún sé gild, og að meira en helmingur deildarmanna þurfi að mæta á fundi til þess að fundur sé lögmætur. nú er að vísu svo ástatt, að allir hv. dm. eru staddir á fundi, en þar sem ekki er hægt að telja auðan seðil greitt atkv., þ er ekki hægt að telja atkvgr. lögmæta ályktun, þegar ekki hefir nema helmingur þdm: greitt atkv. Af sömu ástæðu er ekki hægt að telja kosninguna lögmæta, þar sem ekki hefir meira en helmingur fundarmanna greitt atkv. (JBald: Það er allt annað kosning en ályktun).