04.06.1932
Efri deild: 94. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2458 í B-deild Alþingistíðinda. (11542)

Kosningar

Magnús Torfason:

Það má sjálfsagt rífast um það, hvort kosning sé sama og ályktun, en það mun standa í 17. gr. þingskapanna, að auðan seðil beri að telja sem greitt atkv. aðeins þegar um er að ræða kosningu n. með óhlutbundinni kosningu.

Annars þarf ekki að fara í neinar grafgötur um þetta, því það eru nóg dæmi fyrir því, að forsetar hafi verið kosnir með minni hl. atkv. Þannig var það t. d. um kosningu forseta sameinaðs þings 1918, að hann hlaut ekki nema 19 atkv. af 42, sem voru í Sþ., og varaforseti var þá kosinn með 18 atkv. sjá allir, að þessir forsetar hafa ekki verið kosnir með meiri hl. atkv. En það hefir jafnan verið talið rétt, þegar tveir hafa fengið jöfn atkv., að láta hlutkesti ráða. En þegar atkvgr. fellur eins og nú hefir orðið, að ekki nema einn fær greidd atkv., er auðsjáanlega ekki um hlutkesti að ræða, heldur verður að fella úrskurð um kosninguna.