04.06.1932
Efri deild: 94. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2459 í B-deild Alþingistíðinda. (11544)

Kosningar

Jón Jónsson; Mér finnst þessi atkvgr. vera tvímælalaus, þrátt fyrir það, sem hv. 1. þm. Reykv. var að segja, vegna þess að sérstakar reglur gilda um kosningu forseta. Í þeirri sérstöku gr. er gert ráð fyrir, að forseti geti verið rétt kjörinn, þótt hann hafi eigi fengið meiri hl. atkv. þarf þá eigi annað en að varpa hlutkesti. En þar sem við þessa atkvgr. hefir ekki verið kosinn nema þessi eini maður, þá liggur í augum uppi, að forseti verður að úrskurða hann rétt kjörinn. Hinsvegar vil ég ekki hafa á móti því, að forseti lati fara fram þriðju atkvgr. (JónÞ:

Ég teldi það réttast eftir ákvæðum 3. gr:). Það má vera, án þess að ég telji þess þurfa, en annars skora ég á hæstv. forseta að úrskurða þennan mann rétt kjörinn.