04.06.1932
Efri deild: 94. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2459 í B-deild Alþingistíðinda. (11545)

Kosningar

Magnús Torfason:

Það er ekkert á móti því að þrautreyna kosninguna, en ég vil benda á, að fyrir utan þetta gilda sérstök ákvæði um kosningar, önnur heldur en um ályktanir. Og þá segir heilbrigð skynsemi, að maður hljóti að vera kosinn, þótt seðlar séu auðir, úr því að hann hefði getað verið kosinn, þótt þau atkv. hefðu fallið á annan mann.