17.02.1932
Efri deild: 3. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2462 í B-deild Alþingistíðinda. (11556)

Starfsmenn þingsins

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Hv. l. landsk. neitar að nefna nafn þess manns, sem hann á við. Er því ekki hægt að rökræða málið. En ekki er það þinginu til sóma, og sízt hv. l. landsk., að kasta slíkum órökstuddum og staðlausum dylgjum fram á opinberum þingfundi og treysta sér þó ekki að standa við árás sína. Er hér um algerlega ósæmilegt framferði að ræða af hálfu þess þm., sem valdur er að þessu frumhlaupi.