18.04.1932
Neðri deild: 54. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 431 í B-deild Alþingistíðinda. (116)

1. mál, fjárlög 1933

Frsm. síðari kafla (Ingólfur Bjarnarson):

það liggja nú fyrir 40–50 brtt. við þann kafla fjárlfrv., sem ég á að lýsa afstöðu fjvn. til. það er liðið á kvöldið, og hefi ég því hugsað mér að sýna hv. þdm. Þá nærgætni að vera sem stuttorðastur. Enda er í raun og veru mjög auðvelt að lýsa afstöðu fjvn. í fáum orðum til þessara brtt., sem flestar miða til þess að hækka útgjöldin í fjárl. Eins og hv. frsm. fyrri hl. tók skýrt og greinilega fram í síðustu ræðu, þá eru horfur á því, að tekjuhalli verði á fjárlfrv., sem nemi um 1/3 millj. kr. Þannig er þá útkoman, sem fengizt hefir með þeirri ákveðnu stefnu n. og starfi að draga meira eða minna úr útgjöldum til nauðsynlegustu framkvæmda ríkisins, til þess að koma fram jöfnuði í fjárlfrv. Og þegar frv. liggur nú þannig fyrir, þá gat n. ekki komið auga á, hvar taka ætti peninga til viðbótarútgjalda úr ríkissjóði. Þeir liggja ekki fyrir í fjárlfrv., og n. fann engin ráð til þess að afgreiða það með jöfnuði, hvað þá að bæta inn á það nýjum útgjöldum. Þess vegna sá n. ekki annað en að það væri alveg óhjákvæmilegt að leggja á móti svo að segja öllum útgjaldabrtt., sem hér liggja fyrir. Það eru aðeins einstöku till., tvær eða þrjár —, sem sumir nm. hafa óbundin atkvæði um eða vilja mæla með, en yfirleitt stendur n. fast saman á móti nálega öllum hækkunartill.

Flestar af þessum brtt. fara fram á styrki úr ríkissjóði til einstakra manna eða stofnana, sem veita á í viðurkenningarskyni og því um líkt. Ég ætla ekki að taka til umr. hvern þessara liða fyrir sig, en get í einu lagi lýst afstöðu n. til þessara. till. þannig, að hún er þeim mótfallin. Vil ég sem dæmi minnast á till. um námsstyrki, sem fyrir liggja til 6 manna í ýmsum námsgreinum. N. áleit, að ekki gæti komið til mala að gera upp á milli þessara námsstyrkja, og leggur á móti þeim öllum. Skal ég geta þess, að fyrir fjvn. lágu margar samskonar beiðnir um styrki til frekara náms, sem ekki hafa verið bornar fram till. um. Því er ekki þannig varið, að n. viti ekki, að þessir námsmenn þurfi hjálpar við, en hún gat bara ekki séð, að það væri á neina peninga að vísa. Og þá þótti henni ekki rétt að taka einn fram yfir annan, þó að e. t. v. megi segja, að ríkið munaði litlu, þótt veittir væru 1–2 námsstyrkir. Vil ég benda hv. þm. á, að um leið og þeir greiða atkv. með 1–2 af þessum styrkbeiðnum, Þá sýna þeir öðrum styrkbeiðendum ranglæti, sem eins stendur á um og eiga skilið að fá samskonar svör frá þinginu. Það er ekki rétt af þdm. að gera hér upp á milli.

Auk þessa eru margar brtt. um að veita einstökum mönnum styrki til ýmissa hluta. N. er þeim öllum mótfallin. Og ég sé ekki ástæðu til að taka til athugunar meðmæli þau, sem hv. flm. hafa látið fylgja þessum till., verð þó að segja um sum þeirra meðmæla, að þau eru svo frek og ósanngjörn, að erfitt er að láta þeim ómótmælt. Ég ætla þó að sneiða hjá því að mestu, enda er það leiðinlegt að taka einstaka menn fyrir og mæla með þeim eða móti, meta kosti þeirra og galla. Sem dæmi vil ég þó minnast á eina brtt., IV. lið á þskj. 430, sem hv. flm., hv. l. þm. S.-M., fór þeim orðum um, að þann styrk, sem þar um ræðir, ætti að veita þeim ákveðna manni sem viðurkenning fyrir unnið æfistarf. (SvÓ: Og til hvatningar). Já, og náttúrlega til hvatningar og áframhalds í sömu átt. Um þetta vil ég aðeins segja það, að heima í héraði þessa manns mundu þeir, sem kunnugastir eru, skoða þessi ummæli sem hin sterkustu öfugmæli, er hugsazt gætu. En ég fer ekki lengra út í þetta.

Það er ef til vill rétt að líta nokkru nánar yfir þessar brtt. Margar þeirra voru bornar fram við 2. umr., og lýsti ég þá afstöðu n. gagnvart heim. Hún hefir ekki breyzt, og get ég vísað til þess, sem þá var fram tekið þeim viðvíkjandi. Ég get þó aðeins minnzt á XXIV brtt. á þskj. 418, um styrk til atvinnubóta í kaupstöðum og kauptúnum, frá jafnaðarmönnum. Að vísu hefir þessi styrkbeiðni verið lækkuð um helming frá því, sem hún var flutt við 2. umr., því að nú er farið fram á 500 þús. kr. í þessu skyni, en það breytir ekki afstöðu n. til þessarar till., hún er till. mótfallin. Þá er XXXV. brtt. á sama þskj. frá hv. þm. Vestm., um styrk til ræktunarvegar í Vestm.-eyjum; n. hefir óbundin atkv. um hana. Tveir nefndarmenn vildu hafa þar óbundnar hendur, en meiri hl. n. leit svo á, að þótt þetta væri gott mál og þess vert að fá styrk, ef fé væri fyrir hendi, þá yrði það að hlíta sömu meðferð og önnur þörf fyrirtæki, þegar fé er ekki til, og bíða betri tíma. Ennfremur vil ég benda á, að þetta ræktunarfyrirtæki í Vestm.eyjum hefir hlotið mikinn styrk úr ríkissjóði, eins og hv. flm. till. viðurkenndi, enda lýsti hann því, hvað sá styrkur hefði borið góðan árangur, og þótt það væri gott fyrir hlutaðeigendur að geta fengið meiri styrk til þessa ræktunarvegar, þá vil ég segja það, að þeim sé þó ólíku léttara að halda nú áfram upp á eigin býti, þar sem svo vel hefir verið greitt fyrir þeim áður í þessu efni.

Þá vil ég aðeins fara örfáum orðum um XXVII. brtt. á þskj. 418, sem borin er fram af tveimur fjvnm., hv. þm. Borgf. og hv. 2. þm. Skagf., og miðar til lækkunar á útgjöldum, sem er að vísu nýstarlegt í þessum till.bálkum, sem fyrir liggja frá einstökum þm. Þó að stefna fjvn. hafi í öllu farið í þá átt að lækka útgjöld ríkjssjóðs sem mest, þá gat meiri hl. n. ekki séð sér fært að fella niður þennan lið, sem brtt. fer fram á. Hv. flm. till. gat um, að það væri að vísu gerður samningur um þetta starf, landmælingarnar, við þá stofnun, Geologisk Institut, sem hefði haft þær með höndum síðan byrjað var á þeim, en mundi eigi lögbindandi, og því fært að fresta framkvæmdum í bráð. Ég er nú hv. þm. sammála um, að ekki mundi hægt að sækja ríkisstj. til lagalegrar ábyrgðar eða sekta fyrir það, að fresta þessum framkvæmdum um stund. En í g vil hinsvegar benda hv. þd. á, að eftir þeim skjölum, sem fyrir fjvn. lágu, og eftir upplýsingum þeim, sem vegamálastjóri gaf n., en hann hefir staðið fyrir þessum málum frá hálfu stj. gagnvart herforingjaráðinu danska, þá eru samningarnir byggðir á því trausti til íslenzkra stjórnarvalda, að orð þeirra séu nægileg trygging fyrir því, að þessi störf verði ekki látin falla niður aftur fyrr en mælingunum er lokið, og því eigi þótt þörf á að hafa þá í lögbindandi formi. Herforingjaráðið hefir gert ráð fyrir, að starfað yrði óslitið að mælingunum samkv. samningunum og lagt mikið í kostnað til undirbúnings þeirra framkvæmda um útvegun á nýtízku mælingatækjum o. fl. — Ástæðan til þess, að n. gat ekki öll fylgzt að um að fella niður þennan lið, var sú, að meiri hl. n. taldi ríkið bundið við þennan samning siðferðislega, auk þess sem honum var ljóst, hvílík nauðsyn er á þessu starfi fyrir þjóðina. Á yfirstandandi ári eru ætlaðar 55 þús. kr. til þessara landmælinga, en fjmrh. samdi þannig um í utanför sinni síðastliðið haust, að eigi yrði varið nema 35 þús. kr. til þeirra í sumar, og skyldi herforingjaráðið miða ráðstafanir sínar við það. Þegar það svo gekk inn á, að við það mætti um má segja, að þessi áætlaða upphæð í fjárlfrv. fyrir árið 1933, sé að sumu leyti einungis tilfærsla á milli ára. Þetta er að vísu ekkert höfuðatriði í málinu, en ég vildi gera grein fyrir því, hvers vegna n. gat ekki öll staðið saman um það.

Hér eru 2 till., sem líka komu fram við 2. umr., og voru þá felldar. Nú eru þær nokkru lægri. Þær eru um greiðslu á skuldum Áslækjarbúsins og Mjallar til viðlagasjóðs. Um þetta er ekkert að segja annað en það, að afstaða n. til þessa er óbreytt frá því, sem hún var pa. Þá er 34. brtt. Er það allstór útgjaldaliður, 65 þús. kr., til þeirra útvarpsnotenda, sem ekki eiga kost á rafmagni. Um þessa till. skal ég taka fram, að n. gat ekki aðhyllzt hana. Ég verð líka að segja, að þótt þarna sé um talsverðan aðstöðumun að ræða, eftir því hvort menn hafa rafmagn eða ekki, þá verður ekki bætt úr öllum aðstöðumun, þótt till. þessi væri samþ. Þegar útvarpið var sett á stofn, þá var einkum mælt með því á þeim grundvelli, hve nauðsynlegt það væri hinum afskekktu sveitum landsins. Er það vitanlega rétt. En nú er þó sá misbrestur að koma í ljós, að þessar afskekktu sveitir geta ekki notfært sér útvarpið kostnaðarins vegna. Vil ég í því sambandi benda á, hve mismunandi þessi kostnaður er, eftir því í hvaða fjarlægð menn búa frá útvarpsstöðinni. Stofnkostnaðurinn er sem sé 2–3var sinnum meiri í fjarlægari sveitunum. Ef því ætti að jafna aðstöðuna, þá yrði fleira að taka til greina en aðgang manna til raforku. — En aðalatriðið gegn þessu er þó það, að ekki er hægt fjárhagsins vegna að sinna þessu, eins og nú standa sakir, þótt margt kynni að mæla með því að öðru leyti.

Ég hleyp hér yfir ýmsar smábrtt., styrki til einstakra manna. Till. lágu hér fyrir við síðustu umr. og liggja enn fyrir við þessa umr., um eftirlaunastyrki til pósta og ljósmæðra. Því var lýst yfir þá, að fjvn. vill, að allar slíkar umsóknir sendist til stjórnarráðsins svo snemma og með þeim gögnum, að það geti gert rökstuddar till. um, ef því virðist ástæða til, að einhverjum umsækjenda sé veittur styrkur. Heldur n. fast við þá till. sína. Þá er hér XLIII brtt. Þar er farið fram á, að tillag til vitabygginga sé hækkað um 40 þús. kr. — Kemur þá hið sama fram og áður hefir verið lýst, að hér er það í vegi fyrir því, að hægt sé að verða við þessari ósk, að peningana vantar. Fjvn. hefir, eins og hv. frsm. fyrri hl. lýsti greinilega, gengið svo langt sem hún sá sér fært. Lengra getur því n. ekki gengið og verður því að vera á móti þessari till., sem svo mörgum öðrum.

Þá er XLV. brtt., frá hv. 1. þm. Árn., um það, að stj. sé heimilað að skipa 3 menn í n. til þess að athuga ástand Flóaáveitunnar og leggja till. um það fyrir næsta þing. Get ég lýst yfir því, að n. taldi rétt að styðja þessa till.

XLVI. brtt. er frá hv. þm. Seyðf. og fer fram á, að settar verði á stofn síldarbræðslustöð og sögunarverksmiðja á Seyðisfirði. Samskonar till. lágu fyrir við 2. umr. Var þá lýst þeirri aðstöðu n., að hún gæti ekki mælt með því, sem enn er óbreytt.

Þá koma nýjar brtt., sem eru um, að ríkið ábyrgist lán til stofnkostnaðar og líka rekstrarlán til tunnuverksmiðju á Siglufirði, ábyrgist lán til kaupa á nýjum bát á Ísafjarðardjúp, láni Eiríki Leifssyni 20 þús. kr. til skógerðar, og svo lán til tveggja læknishéraða í Barðastrandarsýslu til að standast straum af byggingu læknisbústaða. Um þetta allt get ég sagt það í einu lagi, að fjvn. hefir ekki séð fært að mæla með því, að þessir liðir séu samþ. — Hvað fyrsta liðinn snertir, tunnuverksmiðjuna á Siglufirði, að ábyrgjast lán að upphæð 24 þús. kr. vegna stofnkostnaðar við hana og 50 þús. kr. rekstrarlán, þá var það svo að sjá eftir því, sem lá fyrir fjvn., að þessir tveir liðir fylgdust að, þannig, að þýðingarlaust mundi vera að samþykkja annan liðinn, nema báðir séu samþ. Ég get varla annað séð en brtt. stefni að því að koma á ríkisrekstri um þessa starfsgrein, án þess þó að ríkið eigi að taka nokkurn þátt í stjórn fyrirtækisins. Ríkið ber aðeins ábyrgð á öllu saman. Get ég varla séð, að til nokkurra mála geti komið að ganga inn á þá braut, sem hér er farið fram á, enda alger nýjung að fara fram á slíkt. Svipað og nú var sagt má og segja um næstu till., Djúpbátinn. Þau félög, sem hingað til hafa fengið rekstrarstyrk frá ríkinu, hafa sjálf keypt bátana, séð að öllu um stofnkostnaðinn. Hér er því lagt til, að gengið verði inn á nýja braut, að láta ríkið líka sjá um kaup á bátnum (Rödd af þingbekkjum: Það eru til fordæmi fyrir því!) Já, það er rétt, að ákvæði mun vera um þetta í þessa árs fjárl., en það var ekki sett þar að vilja fjvn., og er því aðstaða hennar óbreytt frá því, sem var.

Á þskj. 440 er brtt. frá hæstv. fjmrh. Hann hefir að vísu ekki enn mælt fyrir þessari till., en ég get þó fyrir hönd fjvn. lýst yfir því, að hún vill veita meðmæli sín með því, að brtt. verði samþ.

Á þessu sama þskj. eru 3 aðrar brtt. Til þeirra hefir n. ekki tekið afstöðu, enda eru brtt. þessar nýkomnar fram. Ég get því ekkert um þær sagt fyrir n. hönd. Sama er um þær brtt. að segja, sem eru á þskj. 452. N. hefir enga afstöðu tekið til þeirra, þar sem þær hafa ekki legið fyrir n. Ég sé þá ekki ástæðu til að eyða lengri tíma í að ræða þær brtt., er fyrir liggja. Ég vil undirstrika það, sem hv. frsm. fyrri hl. sagði um afgreiðslu fjárlfrv., og beina þeirri ósk til hv. þdm., að þeir athugi vel fjárhagsástandið og möguleika þá, sem til þess liggja að auka við útgjaldahlið fjárl. Ég vænti þess líka, að hæstv. fjmrh., sem enn hefir ekki tekið til máls, muni styðja n. í þeirri stefnu, er hún hefir þótzt þurfa að taka í þessu máli, að lækka sem mest útgjöldin, og standa á móti öllum útgjaldahækkunum, og reyna þannig að fá þann jöfnuð á fjárlfrv., sem unnt væri.

Þá vil ég minnast á eitt atriði enn í sambandi við þetta mál: Þótt engin till. hafi komið fram um það hér í d., þá hefir það þó legið til álita fyrir n. það er beiðni, sem komið hefir frá tveimur hreppum í Gullbringu- og Kjósarsýslu, Gerðahreppi og Bessastaðahreppi, um 20 þús. kr. lán frá ríkinu til hvors þeirra. Samskonar beiðnir hafa legið fyrir áður, og er því mörgum hv. þdm. kunnugt um þetta. Lánbeiðnir þessar eru fram komnar vegna ógurlegs þunga af fátækraframfæri, sem hvílir á þessum hreppum. Gerðahreppur hefir áður fengið 40 þús. kr. lán úr viðlagasjóði, sem síðar var gefið eftir að mestu. Ég held kannske að af því hafi verið endurgreiddar 3000 kr. — Þetta hefir þó ekki reynzt nægileg hjálp. Þá hefir og Auðkúluhreppur í V.Ísafjarðarsýslu sent, að vísu ekki beinlínis beiðni um lán, en yfirlýsingu um það, að hann geti ekki risið undir þeim þunga, er á honum hvílir vegna fátækraframfæris. Fer hann fram á, að fátækralögunum verði þannig breytt, að létt verði á þeim hreppum, sem mest sveitaþyngsli eiga við að búa. Fjvn. sá nú ekki, að ríkið hefði handbært fé til þess að lána þessum hreppum, né rétt væri að ganga inn á þá braut. Hitt kom fram í n., að eðlilegast væri, að þeir sneru sér til bjargráðasjóðs. Samkv. l. frá 1925 er gert ráð fyrir því, að lána megi úr bjargráðasjóði þeim hreppum, er komast í öngþveiti, lán til 20 ára gegn ábyrgð sýslun. Fannst því fjvn. rétt, að þessir hreppar sneru sér þangað. Ég vildi lýsa þessu hér í d., þótt fjvn. treysti sér ekki til að verða við fram komnum beiðnum þessara hreppa. Ég sé svo ekki þörf að tala frekar um hinar einstöku brtt. og læt því staðar numið.