07.04.1932
Efri deild: 45. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1465 í B-deild Alþingistíðinda. (1274)

55. mál, ríkisskattanefnd

Frsm. meiri hl. (Einar Árnason):

Hv. frsm. minni hl. færði engin ný rök fram og er því líklegt, að við þurfum ekki að ræðast mikið meira við um frv. En það leit svo út, að nokkur meinlaus ummæli, er ég viðhafði um þá till. hans að vísa frv. til fjvn., hafi komið nokkru geðrofi á hug hans. Vera má og, að þar hafi nokkru um valdið góð ummæli hæstv. fjmrh. um skattstjórinnn í Reykjavík. Þetta tvennt hefir haft slæm áhrif á skapsmuni hv. þm., og út af því fór hann að tala um störf mín í stjórnarráðinu. Ég mun mi ekki ræða um þau hér; þau koma þessu máli ekkert við. Mér var það ekki ókunnugt áður, að hv. þm. hafði ekki álit á mér til þessa starfa eða annara hluta. En þar sem hv. þm. talaði um það, að ég hefði þar ekki gert annað en borga út ávísanir, er ég vissi ekki, hvort heimilt væri að greiða samkv. fjárl. eða ekki, þá get ég upplýst það, að ég gerði dálítið meira. Ég varð líka að greiða upphæðir, er þessi hv. þm. hafði sjálfur gleymt að ávísa í sinni ráðherratíð og loforð var um frá honum. Ég geri ráð fyrir, að þar hafi aðeins verið um gleymsku að ræða. Af hverju hún hefir stafað, veit ég ekki. En mér datt í hug, að hún kynni að hafa stafað af því, að hv. þm. hafi eytt of miklum tíma í að lesa „Manninn frá Suður-Ameríku“. —