16.03.1932
Efri deild: 30. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1468 í B-deild Alþingistíðinda. (1281)

169. mál, verksmiðja til bræðslu síldar

Jakob Möller [óyfirl.]:

Ég tel ástæðu til að lýsa yfir því, að þótt ég flytji þetta frv. ásamt meðnm. mínum, er ég algerlega mótfallinn þessum ríkisrekstri, en þar sem ríkið hefir þegar tekið verksmiðjuna að sér að öllu leyti, tel ég einnig rétt, að það beri ábyrgð á stj. hennar.