15.04.1932
Neðri deild: 52. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1470 í B-deild Alþingistíðinda. (1294)

169. mál, verksmiðja til bræðslu síldar

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Ég skal geta þess, að alveg nýlega hefir borizt skýrsla um afkomu verksmiðjunnar, og mun ég sjá til, að hún komist í hendur hv. sjútvn. áður en 3. umr. fer fram.

Að sinni sé ég ekki ástæðu til að svara nánar fyrirspurn hv. þm. G.-K. En þó vil ég geta þess, að afkoma verksmiðjunnar síðastl. ár hefir verið mun betri en 1930. Þó ég hafi séð skýrsluna, man ég ekki svo um tölurnar, að ég geti látið hlýða mér yfir þær. Skal því ekkert fullyrða um, hvort tölur þær, sem hv. þm. G.-K. fór með, eru réttar eða ekki. En sem sagt, afkoma verksmiðjunnar er miklu betri nú en 1930.