14.04.1932
Neðri deild: 51. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1480 í B-deild Alþingistíðinda. (1326)

27. mál, forkaupréttur kaupstaða á hafnarmannvirkjum o.fl.

Frsm. meiri hl. (Bergur Jónsson):

Þetta mál er svo þaulrætt frá undanförnum þingum, að tilgangslaust og óþarft er að halda áfram þessum umr. Ég vil aðeins benda á það, út af hinu sífellda tali sumra andmælenda frv., sérstaklega hv. þm. Borgf., um það, að í frv. þessu felist brot á gildandi lögum um forkaupsrétt leiguliða, að lögfræðingar úr flokki hv. þm. sjálfs hafa frá fyrstu byrjun fylgt frv. þessu á þingi og ekki viljað viðurkenna, að frv. kæmi á nokkurn hátt í bága við gildandi lög, og leyfi ég mér sérstaklega að benda á Jóhannes Jóhannesson, fyrrv. þm. Seyðf. Þótt hv. þm. Borgf. vilji ekki trúa mér eða öðrum lögfræðingum úr andstöðuflokkum hans, ætti hann að geta trúað fyrrnefndum lögfræðingi úr sínum eigin flokki.