07.04.1932
Efri deild: 45. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1489 í B-deild Alþingistíðinda. (1369)

137. mál, póstlög

Páll Hermannsson:

Ég vil geta þess út af ummælum hv. þm. Hafnf., að samgmn. hefir tekið þetta mál, sem hann drap á, til meðferðar á fundum sínum og att viðtal um það við vegamálastjóra, en eins og hv. þm. Hafnf. mun kunnugt, hefir vegamálastjóri ekki enn skilað umsögn sinni um málið, og hefir n. af þeim ástæðum ekki getað tekið það fyrir til endanlegrar meðferðar. Átti ég tal um þetta við vegamálastjóra fyrir 2 dögum, og tjáði hann mér þá, að þessi skýrsla væri nú að verða fullbúin og mundi koma á næstunni. Geri ég ráð fyrir því, að ekki liði á löngu, þar til n. skilar áliti sínu um málið, eftir að hún hefir fengið þessa skýrslu frá vegamálastjóra.