09.03.1932
Efri deild: 24. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1501 í B-deild Alþingistíðinda. (1419)

45. mál, tannlækningar

Bjarni Snæbjörnsson:

Ég vildi gjarnan koma inn í þetta frv. betri skýrgreiningu á því, hvað meint er með því að „hafa lokið tannsmíðanámi“. Er svo víða, t. d. í Danmörku, að tannsmiðir t. d. geta útskrifað tannsmiði. Kynnti ég mér þetta mál nokkuð, er ég dvaldi í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum árum, og komst að raun um, að hægt mundi að fá vottorð um leikni í tannsmiðum, þó að ekki væri verið lengur en 1/2 ár ár slíku námi, ef nóg fé var fyrir það borgað, en þó var þetta vottorð þeim annmarka bundið, að það var ónothæft innan Danmerkur. Gæti þetta því leitt til þess, að hingað veldust þeir menn til þessa starfa, sem ekki eru hæfir til að leysa þetta af hendi, þótt þeir hefðu vottorð um kunnáttu, og vildi ég því leyfa mér að bera hér fram svo hljóðandi skrifl. brtt. við frv., og vænti þess, að hv. d. heimili afbrigði um till., svo að hún megi komast hér að við þessa umr.:

„Á eftir orðunum: „er lokið hafa tannsmíðanámi“ komi: „hjá íslenzkum tannlæknum eða viðurkenndum skóla fyrir tannsmiði, leyfi til o. s. frv.“.

Ég lít svo á að með þeim sé betri trygging fengin fyrir því, að til þessa starfa veljist menn, sem starfinu eru vaxnir, en orðið gæti að frv. óbreyttu, og vildi því mega vænta þess, að hv. d. gæti fallizt á þessa till.