09.03.1932
Efri deild: 24. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1501 í B-deild Alþingistíðinda. (1421)

45. mál, tannlækningar

Halldór Steinsson:

Hv. þm. Hafnf. hefir að miklu leyti tekið af mér ómakið um það, sem ég vildi sagt hafa út af þessu frv. þetta frv. lá einnig fyrir síðasta þingi, og lagði ég á móti því þá, fyrst og fremst af þeim ástæðum, að ekki er nægilega tryggt eftir því, að hæfir menn eingöngu fái leyfi til þessa starfa. Skilst mér þó, að ekki sé það ástæðulaust, þó að gerðar séu jafnmiklar kröfur til þeirra manna, sem smiða stykki og fella inn í mannlegan líkama, eins og gerðar eru til handiðnarmanna yfirleitt, sem smiða í dauða hluti. Samkv. frv. er ekki nægilega tryggilega frá þessu gengið, eins og hv. þm. Hafnf. réttilega benti á. Ef hér á að leyfa almenna tannsmiði, meira og minna hæfa til starfa síns, mundi það verða til að útrýma lærðum læknum í faginu, og enda reynslan ávallt verið sú; að þessir tannsmiðir færa sig út fyrir sitt eiginlega verksvið og fast jafnframt við að fylla tennur og draga þær út. Þegar til á þá braut er komið, getur þetta orðið allalvarlegt og enda hættulegt þeim sjúklingum, sem leggja sig undir aðgerð af þeirra hendi. Þar, sem slíkir menn setjast að, verður það til þess að tefja fyrir, að lærðir tannlæknar setjist að, eins og greinilegt er af reynslu Ísfirðinga í þessum efnum. Þar á Ísafirði hefir undanfarið dvalið einn tannsmiður, og mun hann hafa farið þar út fyrir verksvið sitt og fengizt við að fylla tennur og draga út. Mundi svo víðar verða, eins og er þarna á Ísafirði, ef hverjum, sem við tannsmíðar hefir fengizt meira eða minna, verður veitt slíkt leyfi, takmarkalítið eða takmarkalaust. Hefir og þessi orðið reynsla Færeyinga í þessum efnum, sem eiga enga reglulega tannlækna, en hinsvegar fjöldann allan af tannsmiðum, sem fúska í því að gera gervitennur, án þess að geta neina hjálp veitt, ef til alvarlegri aðgerða kemur. Hinsvegar er því ekki að neita, að þörfin fyrir tannlækningar er mikil. Það vill svo vel til, að nú eru 9 stúdentar að tannlækninganámi erlendis, og má auðvitað gera ráð fyrir, að þeir setjist að hér á landi, er þeir hafa lokið natni og má því vænta þess, að nægilega margir lærðir tannlæknar verði búsettir víðsvegar á landinu, svo að ekki þurfi að gripa til ólærðra manna. Frv. gerir ráð fyrir, að héraðslæknar hafi eftirlit með þessum tannsmiðum, en slíkt eftirlit verður aldrei nema kák eitt. Héraðslæknisumdæmin eru velflest svo stór, að héraðslæknum er enginn kostur að fylgjast með starfi tannsmiða, sem e. t. v. búa á öndverðum enda héraðsins við lækninn og lækninum því gefst litið tækifæri til að kynnast, auk þess sem tannsmíðar liggja fyrir utan verksvið lækna og þeir af þeim ástæðum eru ekki öðrum fremur skynbærir á þessa hluti, landlæknir jafn sem almennir læknar. Tannsmíðar eru sérstök iðngrein, og þarf til hennar sérstakrar fagþekkingar sem til annara iðngreina, og standa læknar þar almennt litið betur að vígi en allur almenningur. — Brtt. hv. þm. Hafnf. er til bóta á frv., og mun ég því greiða henni atkv. mitt, þó að ég telji hinsvegar, að hún nægi hvergi til þess, að það sé fyllilega tryggt, að ekki veljist nema hæfir menn til þessa starfa. Til þess að svo væri, þyrfti að láta próf fara fram yfir þessum tannsmiðum, og ég tel enda ekki til of mikils mælzt, þó að þeir væru prófskyldaðir sem aðrir fagmenn.