14.03.1932
Efri deild: 28. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1505 í B-deild Alþingistíðinda. (1427)

45. mál, tannlækningar

Halldór Steinsson:

Ég skil ekki aðstöðu hv. flm. og frsm., að hann skuli amast við því að almenningi sé tryggt það sem bezt, að tannsmiðir, sem ekki eru starfi sínu vaxnir, fái ekki að setja í menn gervitennur. Ég veit ekki, hvað honum getur gengið til slíks. Sennilega er það ekki tilætlun hans með frv. að koma fúskurum að þessu starfi.