05.05.1932
Efri deild: 68. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 504 í B-deild Alþingistíðinda. (145)

1. mál, fjárlög 1933

Jakob Möller [óyfirl.]:

ég held, að okkur hv. 2. landsk. gangi ekki betur að skilja hvor annan en hv. þm. A.-Húnv. og hv. frsm. n. Hv. 2. landsk. las það upp úr gömlum Alþt., að skáldskapur Þorsteins Erlingssonar hafi hneykslað þá. Ég taldi, að ekki væri hægt fyrir þm. að fara eftir öðru en sannfæringu sinni og eigin áliti. Ef menn eiga að fara eftir einhverju öðru og hækka sjónarmið sín út yfir sinn smekk, skilst mér, að sjónarmiðin myndu verða nokkuð í lausu lofti. Getur það ekki verið meining hv. þm., að menn eigi að breyta atkvgr. sinni í einhverju máli, af því að einhver segi, að sjónarmið manns sé lagt. Er mér það óskiljanlegt, ef hv. þm. getur ekki skilið svo einfalda hugsun, sem hér er um að ræða.