20.04.1932
Neðri deild: 56. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1534 í B-deild Alþingistíðinda. (1500)

218. mál, varðskip landsins

Haraldur Guðmundsson:

Mér þykir leitt, að svo skyldi takast til, að hv. form. sjútvn. heyrði ekki mál mitt. En ég spurði um athugun hv. n. á varðskipalögunum, og hann hefir svarað því, eins og hans var von og vísa, á þann hátt, að þetta hefði n. ekki gert. En mér heyrðist á einum sjútvnm., að hann væri því fylgjandi að taka upp aðra skiptingu á björgunarlaunum, og því spurði ég, hvað n. ætlaði sér í því efni.

Nú vona ég, að hv. form. hafi heyrt mál mitt, en ef svo er ekki, get ég reynt að brýna röddina betur.