18.04.1932
Efri deild: 54. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1544 í B-deild Alþingistíðinda. (1529)

351. mál, ríkisborgararéttur

Jón Þorláksson [óyfirl.]:

Ég vildi aðeins út af þessum seinustu ummælum hæstv. dómsmrh. láta í ljós, að æskilegt væri fyrir d., að dómsmálaráðuneytið vildi gera einhverja uppástungu að því, hvaða orðalag mætti um þetta hafa. Ég hefi haldið það áður, en þetta myndi valda erfiðleikum. Mér kemur það því ekkert á óvart. En fyrir mitt leyti vildi ég hreyfa því, að mér sýnist réttast að leggja þetta á vald dómsmálaráðuneytisins í hvert sinn, og væru hlutaðeiganda sett þau skilyrði, sem það teldi nægja til þess, að veiting ríkisborgararéttar komi ekki í bága við rétt annara ríkja gagnvart þessum manni. En ég endurtek það, að æskilegt væri, ef dómsmálaráðuneytið vildi gera einhverja uppástungu í þessu efni.