25.04.1932
Efri deild: 59. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1544 í B-deild Alþingistíðinda. (1532)

351. mál, ríkisborgararéttur

Frsm. (Einar Árnason):

Allshn. þessarar d. hefir nú flutt nýja brtt. á þskj. 488, sem gerir þá breyt., að frvgr. er orðuð upp, jafnframt því sem tekið er inn í till. efni . annara þeirra brtt., sem fram hafa komið við frv. á þskj. 427 og 451, og ennfremur bætt við nöfnum tveggja nýrra manna, er sent hafa n., umsóknir um ríkisborgararétt eftir að frv. var hér síðast til umr. Eru það þá orðnir 9 menn alls, sem frv. ákveður ríkisborgararétt til handa og allshn. mælir með. Jafnframt er með þessari brtt. n. fellt niður það ákvæði í frv., að ríkisborgararétturinn skuli vera skilyrðisbundinn, og er það gert í samráði við dómsmálaráðuneytið. Skrifstofustjórinn þar taldi ekki þörf slíks ákvæðis, en að það yrði aðeins til óþæginda. Sagði hann, að þannig lagað skilyrði fyrir ríkisborgararétti þyrfti ekki að setja nema þegar um Þjóðverja væri að ræða, en enginn þeirra manna, er frv. og brtt. 488 nefnir, er fæddur þýzkur ríkisborgari. Þess vegna væri skilyrðið óþarft.

Vegna brtt. 488, sem allshn. ber, nú fram tekur hún aftur brtt. 427. Væntir n., að hv. þd. sjái sér fært að afgreiða þetta mál eins og því er nú skilað frá allshn.