02.05.1932
Neðri deild: 65. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1545 í B-deild Alþingistíðinda. (1537)

351. mál, ríkisborgararéttur

Bernharð Stefánsson:

Ég vil aðeins óska, að þetta mál verði tekið út af dagskrá, vegna þess að ég hefi orðið var við það, að umsókn um ríkisborgararétt frá einum manni á Siglufirði og skjöl, sem umsókninni fylgja, hafa af einhverri slysni ekki fundizt undanfarið og því ekki verið athuguð í n. Nú er loks búið að grafa þessi skjöl upp, þykir mér betur fara á því að það komi til greina við 2. umr. að taka upp nýjan mann í frv., þótt ég játi, að þetta mætti athuga. milli umræðna og breyta frv. þá við síðustu umr. í d. Vona ég, að hv. frsm. n. sé sama um þótt málinu sé frestað lítillega.