07.05.1932
Neðri deild: 69. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1546 í B-deild Alþingistíðinda. (1540)

351. mál, ríkisborgararéttur

Frsm. (Bergur Jónsson):

Eftir að allshn. hafði afgr. þetta frv. og lagt til, að það yrði samþ. eins og hv. Ed. gekk frá því, fékk hún í hendur umsóknir þriggja manna um ríkisborgararétt. Hefir n. orðið sammála um að leggja til, að einum þessara manna verði bætt inn í frv. Það er norskur húsasmiður á Siglufirði, sem þar hefir. dvalið síðan í júní árið 1926. Hefir hann ákveðin meðmæli bæjarstj. þar og, beztu hátternisvottorð frá málsmetandi mönnum og fullnægir auk þess öðrum skilyrðum til þess á fá ríkisborgararétt. Hann er kvæntur íslenzkri konu.