25.04.1932
Efri deild: 59. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1552 í B-deild Alþingistíðinda. (1566)

490. mál, Jöfnunarsjóður

Frsm. (Jón Þorláksson):

Ég get af hálfu fjhn. vísað til grg. þeirrar, er frv. fylgir. Þetta mál kom fyrir Ed. á síðasta þingi og kom hér til 1. umr., en umr. varð ekki lokið. Í þeim umr. var það tekið fram, hver væru aðalatriði þessa frv. um Jöfnunarsjóð. Það má að vísu segja, að það sé ekki mjög aðkallandi í kreppu- og tekjuhallaári að setja löggjöf um það, hvernig verja skuli tekjuafgangi í góðæri, en ég tel þó réttara, að búið sé að setja löggjöf um það, þegar til þarf að taka, heldur en að byrja þá að setja hana, og n. hefir nú tekið það tilefni, sem gafst til þessa með því, að hv. 2. landsk. flutti frv. um jöfnunarsjóð. N. sér ekki ástæðu til að afgr. það mál frá sér, en ákvað að leggja fram þetta frv., eins og það var samþ. í Nd. á síðasta þingi með miklum atkvæðamun.