04.04.1932
Neðri deild: 42. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 107 í B-deild Alþingistíðinda. (16)

1. mál, fjárlög 1933

Forseti (JörB):

Hv. 3. þm. Reykv. kvartaði yfir því, að hv. þm. G.-K. hefði talað lengur en hann hafði rétt til, eða meir en 1/2% klst. Hv. 2. þm. Skagf. notaði ekki fullkomlega sinn tíma, og fékk hv. þm. G.-K. þær mínútur. Í byrjun þessa fundar komu fram óskir um það frá ræðumönnum, að ekki væri slitið í sundur fyrir þeim alveg á mínútunni, hversu illa sem á stæði. Ég bjóst við, að um þetta hefði verið samkomulag, og hefi því ekki stranglega fylgt útvarpsreglunum. Það er hinsvegar sjálfsagt, að hver flokkur fái tilskilinn tíma til útvarpsumr.