15.03.1932
Efri deild: 29. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1571 í B-deild Alþingistíðinda. (1617)

156. mál, barnavernd

Jón Baldvinsson:

Hv. aðalflm. hefir nú gert nokkra grein fyrir frv., svo að ég hefi litlu þar við að bæta, því að við erum sammála um hin almennu atriði málsins, að skipa barnaverndarn., og það er aðalatriðið í frv. þetta erum við flm. sammála um, að geti orðið til mikils gagns. Hinsvegar höfum við óbundin atkv. um ýms ákvæði frv., og vel getur farið svo, að ég beri fram sérstaklega brtt. við frv., en ekki mun ég snúast á móti frv., þó að þær brtt. næðu ekki samþykki í d. Þetta vil ég láta koma fram nú við 1. umr., svo að siður verði hneykslazt á því, ef ég ber fram brtt. við frv., sem ég er flm. að. Ég geri ráð fyrir, að eins geti farið með hina flm., eins og hv. aðalflm. tók fram í ræðu sinni.

Annað er það líka, sem ég vil skjóta til n., sem fær þetta mál, eða hv. dm., þeirra sem orðhagastir eru, hvort þeir gætu ekki fundið eitthvað betra nafn á þessa n. heldur en það, sem í frv. stendur, en það er „barnaverndarnefnd“. Það þarf að hafa sérstakan setning á sér til að bera það nafn rétt fram, ég tala nú ekki um, þegar kæmi yfir- eða undirbarnaverndarnefnd. Mér hefir ekki dottið í hug neitt gott nafn, sem þýðir það sama og það nafn, sem í frv. stendur, og ég veit ekki, hvort n., sem undirbjó frv., hefir sérstaklega athugað þetta.