12.04.1932
Efri deild: 49. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1579 í B-deild Alþingistíðinda. (1622)

156. mál, barnavernd

Magnús Torfason:

Ég get tekið undir með hv. 2. þm. Eyf., að ég tel ekki bráðnauðsynlegt að stofna þessa yfirbarnaverndarnefnd eða barnaverndarráð nú, og er það af sömu ástæðum og hann greindi frá.

En það, sem kom mér til þess að standa hér upp, er ákvæði í 7. gr. frv., 9. tölul., þar sem segir, að barnaverndarnefnd hafi vald til þess, er hún óskar, að rannsaka og kveða upp rokstudda úrskurði um mál þarna innan 16 ára aldurs, þau er annars ber undir lög regluvaldið. Ég veit ekki, hvort þetta fyrirkomulag er heppilegt, og efast um, að rétt sé að taka úrskurðarvaldið þannig úr höndum lög reglustjóra. Ég held, að varfærnara hefði verið að orða gr. þannig, að lög reglustjóri úrskurði í slíkum málum, þegar hann hefir fengið umsögn og till. n. Slíkar nefndir og þessar eiga allt gengi sitt undir því, að þær verði vinsælar í starfsumdæmum sínum. En við vitum, að þegar úrskurðarvaldi er beitt, verða jafnan skiptar skoðanir um úrskurðinn, og geri ég ráð fyrir, að svo verði einnig um úrskurði nefndarinnar. Og fengi n. slíkt úrskurðarvald, mundi hún sífellt liggja undir álasi fyrir hlutdrægni, verðugu eða óverðugu. Ég held því, að ekki sé rétt, að nefndirnar takist þetta á herðar. Í sambandi við þetta vil ég minnast á, að skv. brtt. við 12. gr., á þskj. 359, er sagt, að n. hafi heimild til þess að víkja manni af heimili, ef þess sýnist þurfa. Þar er ekki tekið fram, hver eigi að framkvæma það, hvort það sé lög reglustjóri eða n. eða baðir þessir aðiljar í sameiningu, en beri maður þessa gr. saman við 9. tölul. 7. gr., þá gæti maður haldið, að n. ætti að gera það. Nú er vitanlegt, að enginn annar en lög reglustjóri getur framkvæmt slíkt verk, svo að n. yrði þá alltaf að fá hann sér til aðstoðar. Og hugsanlegt væri, að í slíkum málum fellu skoðanir lög reglustjóra og n. ekki saman, og gæti þá farið svo, að lögreglustjóri yrði að vinna verk, sem hann væri ekki viss um, að yðri rétt. Yfir höfuð held ég, að ekki sé rétt af n. að taka á sig annað eins harðræðisverk og að taka börn af heimilum með valdi, eða gera aðrar ráðstafanir, sem raska venjulegu heimilislífi og venjulegum umráðum þar. Ég vildi benda hv. n. á þetta, sem ég tel varhugaverð ákvæði, til athugunar.