23.05.1932
Efri deild: 81. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 541 í B-deild Alþingistíðinda. (165)

1. mál, fjárlög 1933

Bjarni Snæbjörnsson [óyfirl.]:

Ég á hér afarsmáa brtt. við 15. gr. Er það X. brtt. á þskj. 788, nýr liður, til að gefa út allt að 20 arkir af þjóðsagnasafni Sigfúsar Sigfússonar, gegn þreföldu framlagi annarsstaðar að, 800 kr. Við 2. umr. bar ég fram samskonar brtt., en nefndi þá 1200 kr. Náði sú till. ekki samþ., en ég vona, að þessu svo breyttu verði nú leyft að ganga fram.

Eins og ég gat um þá, tel ég það skyldu þingsins, þar sem það hefir áður veitt styrk til þess, að þessi útgáfa yrði hafin, og þar með látið í ljósi viðurkenningu sína á því, að um gott og þarft verk sé hér að ræða, að halda áfram með að styrkja þessa útgáfu. Ég skal geta þess, að þjóðminjavörður hefir sagt, að þetta verk Sigfúsar muni vera með beztu þjóðsagnasofnum Norðurlanda. Vona ég því, að þessi till. fái góðar viðtökur í þessari hv. d.