20.04.1932
Neðri deild: 56. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1610 í B-deild Alþingistíðinda. (1654)

36. mál, skipun læknishéraða, verksvið landlæknis og störf héraðslækna

Frsm. (Bergur Jónsson):

Allshn. er sammála um að leggja til, að frv. verði samþ. með lítilsháttar breyt.

Í fyrsta lagi hefir hv. flm. flutt brtt. við 1. gr. frv. Þar er aðeins um leiðréttingu á staðanöfnum að ræða, en engin breyt. á héraðaskiptingunni.

Brtt. n. eru flestar um formsatriði. staðinn fyrir „heilbrigðisstj“. vill n., að komi „ráðh.“. Hitt þykir n. of óákveðið. Eina efnisbreyt. flytur n. þó, við 2. mgr. í. gr. Þar er svo ákveðið, að héraðslæknirinn í Reykjavík veiti forstöðu skrifstofu bæjarins um heilbrigðismál. Með þessu ákvæði fannst n. kaupstaðurinn of bundinn um val þessa forstöðumanns. Í samræmi við þessa brtt. er líka brtt. við 6. gr., um að skrifstofufé, 600 kr., falli líka niður, enda er það bundið við hitt ákvæðið. Þá kom það líka til tals í n., að fella niður það ákv. 6. gr., að héraðslæknir hér í Reykjavík hefði hálf önnur héraðslæknislaun. En engin brtt. kemur frá n. um þetta. Og við tveir í n. munum ekki fylgja slíkri till., ef fram kemur.

Hv. þm. S.-Þ. hefir komið fram með brtt. við l. gr. N. hefir ekki tekið afstöðu til hennar. En ég býst við, að hún sé sanngjörn, eftir því sem þar hagar til. — Að öðru leyti en því, sem nú hefir verið tekið fram, leggur n. til, að frv. verði samþ. óbreytt.

Í frv. þessu liggur mikið verk. Hér eru saman dregin í eitt ákvæði eldri laga og nýju bætt við. Er því ástæða til þess að vera þeim þakklátur, er samdi frv.