23.04.1932
Neðri deild: 58. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1627 í B-deild Alþingistíðinda. (1671)

36. mál, skipun læknishéraða, verksvið landlæknis og störf héraðslækna

Magnús Guðmundsson:

Ég hefi ekki heldur í þessari síðustu ræðu hv. þm. Ísaf. fundið gildar ástæður fyrir því, hvers vegna eigi að skilja Súðavíkurhrepp út úr sínu læknishéraði. En samanburðurinn við Kjósarhrepp var ekki sem bezt valinn. Ég viðurkenni, að þetta er í l. nú, en landlæknirinn vill einmitt afnema það fyrirkomulag með þessu frv. En í stað þess vill hann setja þetta fyrirkomulag á þar, sem það ekki var áður, svo að þetta einsdæmi haldi áfram að vera í l. Ég skil satt að segja ekki þessa tiltekt hv. þm.