27.04.1932
Neðri deild: 61. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1664 í B-deild Alþingistíðinda. (1707)

217. mál, flugmálasjóður Íslands

Pétur Ottesen:

Hv. frsm. meiri hl. sjútvn. er nú algerlega horfinn úr því vígi, sem hann ætlaði upphaflega að verjast úr í þessu máli, að þessi skattur á síldarútveginn komi að nokkru gagni fyrir hann. Hv. þm. er búinn að viðurkenna, að það eigi að nota skattinn til þess, að flugfélagið geti haldið hér uppi almennum flugferðum framvegis. Þeir einir, sem að síldarútveginum standa, eiga að halda áfram að borga brúsann og bera kostnaðinn af almennum flugferðum í landinu. Ég verð nú að segja, að mér þykir hv. frsm. vera ósýnt um rök fyrir sínum málstað, og að hann eiga erfitt með að koma auga á varnir í þessu máli, ef hann telur það sanngjarnt að leggja þennan skatt á þá, sem stunduðu síldveiðar síðastl. sumar og fengu sem svaraði 5 aurum fyrir hverja síldartunnu, er þeir afhentu síldareinkasölunni. En flugmálaskatturinn er, eins og kunnugt er, helmingi hærri en þetta, eða 10 aur. af hverri síldartunnu. M. ö. o. þurfa síldarútvegsmenn að greiða til flugmalasjóðs helmingi hærra í skatt heldur en það, sem þeir höfðu upp úr þeirri síld, sem þeir afhentu einkasölunni til meðferðar síðastl. sumar. Ef hv. frsm. telur þetta ekki rök í málinu, að fjárhagsgrundvöllur þessara skattgreiðenda, sem hann vill að beri gjöldin áfram, er svona undirbyggður, þá held ég, að það sé honum fyrir beztu að hætta að ræða málið, og óhætt fyrir aðra að hætta umræðum um það við hann.

Hv. frsm. meiri hl. talaði mikið um, að það hefði verið samþ. á síðasta þingi að lækka útflutningsgjald af síld úr 1,50 kr. niður í 1 kr. af hverri síldartunnu. Ég skildi hann svo, að hann vildi gefa í skyn, að lækkunin hefði komið til framkvæmda á síðastl. sumri, en svo var alls ekki. Þessi lækkun gengur ekki í gildi fyrr en á þessu ári, eða komanda sumri, og kemur þá fyrst til framkvæmda. Ég verð að segja það, að útflutningsgjaldið er enn geysilega hátt. Ef gert er ráð fyrir, að innihald hverrar tunnu seljist á 20 kr., þá ætti útflutningsgjaldið að vera aðeins 32 aurar af hverri tunnu, ef borið er saman við útflutningsgjald af öðrum vorum, en það er ekki því að heilsa, heldur er það nú þrátt fyrir lækkunina þrefalt hærra en á öðrum vorum, sem fluttar eru út úr landinu. þess vegna er alveg ástæðulaust fyrir hv. frsm. meiri hl. að gera mikið úr því, að síldarútvegsmenn séu færari um að greiða skatt til flugmálasjóðs af því, að útflutningsgjaldið hafi verið lækkað. Þeir síldarútvegsmenn, sem fengu 2 kr. fyrir tunnuna síðastl. sumar, urðu að greiða 1,50 kr. af hverri tunnu í útflutningsgjald og flugmálaskattinn í ofanálag. Nú er fengin viðurkenning hv. frsm. meiri hl. fyrir því, að það á ekki að leggja þennan skatt á síldarútveginn af þeirri ástæðu, að hann hafi nokkuð upp úr síldarleit flugvélanna, það er játað, að hún sé gagnslaus, en það á eftir till. meiri hl. aðeins að nota síldarútveginn sem gjaldstofn, er hafi þá þegnskyldu að greiða árlega 50–70 þús. kr. til flugferða í landinu framvegis.

Hv. frsm. meiri hl. var að tala um, að ameríska flugfélagið yrði gabbað, ef þessi flugmálaskattur væri felldur niður. En ég vil leggja þá fyrirspurn fyrir hv. frsm. meiri hl.: Hver hefir gert þessu félagi það tilboð f. h. Alþingis, að þessi skattur til flugmalasjóð væri latinn haldast framvegis? mér er ekki kunnugt um, að það hafi verið gert. Hafi hv. 1. þm. S.-M. gert slíkt tilboð, þá verður hann vitanlega að standa við það í eigin persónu. mér er ekki kunnugt um, að hann eða nokkur annar hafi nokkurt umboð frá þinginu til þess, og þeir, sem þetta hafa gert, bera því fulla ábyrgð á því sjálfir. Alþingi hefir ekki boðið neitt slíkt og ber því enga ábyrgð á þessu.

Þá var hv. frsm. meiri hl. að mótmæla hv. þm. Ak., sem sagði, að frsm. meiri hl. væri að gefa flugmalasjóði ávísun á náungann, en vildi sjálfur ekki taka neinn þátt í slíkum skattgjöldum. Hv. frsm. meiri hl. skaut því fram, að hann væri sjálfur einn af þessum gjaldendum sem síldarútvegsmaður. En því fer fjarri, hv. frsm. er þar undanskilinn. Ég skal ekki mæla á móti því, að hann láti veiða síld, þegar hún slæðist alla leið inn í botn á heim langa og mjóa firði, sem hann byr við. En hann veiðir ekki síldina í snurpinót, og það er einungis af þeirri síld, sem þannig er veidd, að greiða ber skatt til flugmalasjóðs. Þó að hv. þm. láti veiða síld í las eða net inni í botni Mjóafjarðar, þá er sú síld alveg undanþegin því ákvæði laganna að vera skattskyld til flugmalasjóðs. Það er því algerlega rétt, sem hv. þm. Ak. sagði, að hv. frsm. meiri hl. vildi skattleggja náungann án þess að greiða nokkuð sjálfur.

Ég sé svo ekki ástæðu til að fara lengra út í þetta mal. En ég vil aðeins árétta það, sem hv. 1. þm. Árn. tók fram réttilega í ræðu sinni, að það er ekki aðeins rétt af Alþingi, heldur skylda þess að verða nú við þessum kröfum síldarútvegsmanna og létta af þeim skattinum til flugmálasjóðs. Reynsla þriggja undanfarinna ára hefir sýnt það og sannað, að síldarleit flugvélanna hefir ekki náð tilgangi sínum. Alþingi er því siðferðislega skuldbundið til að fella skattinn niður. En hitt er vitanlega annað mál, ef Alþingi vill styrkja flugfélagið eða veita fé til þess að halda hér uppi flugferðum, þá á að taka það úr hinum sameiginlega sjóði allra landsbúa — ríkissjóðnum —, en ekki gefa ávísun á síldarútvegsmennina.