27.04.1932
Neðri deild: 61. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1668 í B-deild Alþingistíðinda. (1709)

217. mál, flugmálasjóður Íslands

Frsm. minni hl. (Guðbrandur Ísberg):

Ég vil aðeins endurtaka fyrirspurn hv. þm. Borgf. til hv. frsm. meiri hl. um það, hver hefði borið fram þá uppástungu við Guðm. Grímsson, umboðsmann ameríska flugfélagsins, að félagið tæki að sér flugferðir hér á landi gegn því, að skatturinn til flugmalasjóðs héldist óbreyttur framvegis. Ég vil, að hv. þd. fái að vita hið sanna um það efni.