29.04.1932
Neðri deild: 63. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1669 í B-deild Alþingistíðinda. (1714)

217. mál, flugmálasjóður Íslands

Frsm. minni hl. (Guðbrandur Ísberg):

Ég vil leyfa mér að mótmæla því, að þetta mál verði tekið af dagskrá nú. Það er nú svo liðið á þingtímann, að ófært er að vera að tefja málið með því að taka það af dagskrá, enda er óhætt að afgreiða málið til Ed., því að ef eitthvað nýtt kemur fram í því, má alveg eins taka það til greina við afgreiðslu málsins þar. — ég vil a. m. k. mælast til þess, að látin verði fara fram atkvgr., áður en hrapað verður að því að taka málið af dagskrá.