29.04.1932
Neðri deild: 63. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1670 í B-deild Alþingistíðinda. (1716)

217. mál, flugmálasjóður Íslands

Pétur Ottesen:

Ég vil styðja mótmæli hv. þm. Ak. gegn því, að málið verði tekið af dagskrá. Málið fékk þinglega meðferð, þegar það var til 2. umr., og kom þá greinilega fram vilji d. í þessu máli. Tilgangurinn getur ekki verið annar en að reyna að tefja fyrir framgangi málsins með því að taka það af dagskrá, út af því, sem sagt hefir verið um greiða afgreiðslu mála, þá er sjálfsagt að samþ. málið til Ed. nú, og er bezt greitt fyrir þessu máli og þingstörfum að öðru leyti með því að fara svo að.