29.04.1932
Neðri deild: 63. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1670 í B-deild Alþingistíðinda. (1717)

217. mál, flugmálasjóður Íslands

Lárus Helgason:

mér hefir virzt það oftast ganga fyrir sig, þegar frsm. hefir óskað eftir, að mál væri tekið út af dagskrá. Ég held, að skynsamlegast sé að verða við þessum tilmælum hv. frsm., eins og venja hefir verið hér í d. Það er einkennilegt að vera á móti þessu, þegar það er gert í þeim tilgangi að reyna að miðla málum og til þess að málið verði betur undirbúið. Það er ekki vist, hvað málinu er gert gott með því að brúka svona stífni.