29.04.1932
Neðri deild: 63. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1671 í B-deild Alþingistíðinda. (1720)

217. mál, flugmálasjóður Íslands

Sveinbjörn Högnason:

Hv. þm. Borgf. og fleiri, sem sækja þetta fast, segja, að bezt sé greitt fyrir málinu með því að koma því á dagskrá, þótt hv. frsm. meiri hl. óski, að það sé tekið af dagskrá. En ég vil segja hv. þm. Borgf. það, að ef beita á slíku ofurkappi, þá eru það fleiri en hann, sem geta tafið fyrir með málþófi.