26.04.1932
Neðri deild: 60. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1703 í B-deild Alþingistíðinda. (1759)

288. mál, varnir gegn berklaveiki

Frsm. (Bergur Jónsson):

Hv. þm. A.-Sk. byrjaði á því að lesa upp úr grg. frv. og gat þess réttilega, að frv. væri flutt af allshn. eftir ósk Sjúkrasamlags Rvíkur. En eins og kunnugt er, er einnig annar tilgangur með frv. en sá, sem kemur fram í 2. gr. þess. Það er það, sem kemur fram í 1. gr. þess, og þá er einmitt það, sem þeir þm. Skaftfellinga vilja eyðileggja með till. sinni. Þeir gátu því haft hana öðruvísi, aðeins ákvæði um að gr. félli niður.

Meiri hl. allshn. er mótfallinn þessari brtt., því að henni er ætlað að eyðileggja annan aðaltilgang frv., sem er sá, að fella niður endurgreiðsluskyldu ríkissjóðs á nokkrum hluta tillags sýslufélaganna vegna berklavarnanna. Ástæðan fyrir því, að við viljum fella þessa endurgreiðsluskyldu niður, er sú, að við álitum berklaveikina þjóðarmein, sem komi öllum landsbúum jafnt við og öllum héruðum, hvort sem mikið er af veikinni þar í svip eða ekki. Þetta er líka viðurkennt af löggjafanum með berklavarnalöggjöfinni og með berklahælum heim og heilsuhælum, sem komið hefir verið upp og starfrækt eru á opinberan kostnað. Berklavarnirnar eru ekki aðeins vegna sjúklinganna og hinna sýktu héraða, heldur og engu síður vegna hinna heilbrigðu, eins og t. d. hinar almennu sóttvarnir eru framkvæmdar vegna hinnu heilbrigðu, en eigi hinna sýktu. Það er hví ekkert réttlæti, eins og þessum málum gagnvart sýslufélögunum er skipað mi, að láta hin ósýktu héruð sleppa alveg við kostnaðinn, enda má þá búast við, að gjaldskyldan verði í öfugu hlutfalli við gjaldþolið, því að venjulega má gera ráð fyrir, að þau héruð, sem marga sjúklinga hafa, hafi minna gjaldþol en þau, sem eiga þá fáa. hér er því aðalástæðan fyrir því, að meiri hl. allshn. leggur það til, að brtt. á þskj. 384 verði felld.