19.04.1932
Neðri deild: 55. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1779 í B-deild Alþingistíðinda. (1829)

35. mál, lækningaleyfi

Jónas Þorbergsson:

Hv. þm. Borgf. lét þau orð falla hér í dag, að ég mundi vera meðflm. að brtt. á þskj. 459. Út af þessum ummælum hans vil ég láta þess getið, að þetta er ekki rétt hermt. Það er að vísu rétt, að ég var við 2. umr. meðflm. að brtt., sem var að efni til svipuð þessari brtt., sem hér er um að ræða. Ég lét þess getið við þá umr., að ég mundi sætta mig við þá breyt., sem þá var gerð á 1. gr. frv., en ekki leggja áherzlu á þá till., sem þá var felld. Af þessum ástæðum er ég ekki flm. að þessari till., sem hér ræðir um.